Afkoma Goldman Sachs umfram spár 20. september 2007 14:09 Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sem skilaði þriðja mesta hagnaði í sögu bankans á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira