Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkar um 2,42 prósent

Kauphöllin.
Kauphöllin. MYND/SK

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,42 prósent í dag en mest lækkuðu hlutabréf í bönkum og fjárfestingarfélögum. Hlutabréf í Exista hf. lækkuðu mest eða um 3,84 prósent og þá lækkuðu hlutabréf í Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka um 3,41 prósent.

Hlutabréf í Kaupþing banka lækkuðu um 2,8 prósent, í Glitni um 2,17 prósent og Landsbankanum um 2,02 prósent. Mest viðskipti voru með bréf í Glitni banka eða sem nam um einum og hálfum milljarði króna.

Hlutabréf í Atlantic Petroleum hækkuðu mest eða um 4,21 prósent. Þá hækkuðu hlutabréf í Century Aluminum Company um 1,69 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×