Viðskipti innlent

Höskuldur nýr forstjóri Nýsis

Höskuldur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hefur verið ráðinn forstjóri Nýsis frá 1. desember. Á sama tíma lætur Sigfús Jónsson af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins en hann hefur verið framkvæmdastjóri þess síðast liðin 10 ár.

Sigfúsi er ætlað stýra útrás Nýsis í Bretlandi og víðar ásamt því sem hann situr í stjórn félagsins. Fram kemur í tilkynningu frá Nýsi að mikill vöxtur hafi verið í erlendri starfsemi fyrirtækisins.

Nýsir starfar á sviði fasteigamála og sérhæfir í einkaframkvæmdum vegna bygginga, fasteignareksturs og stoðþjónustu fyrir opinbera aðila. Þá tekur félagið einnig þátt í samstarfi með öðrum aðilum vegna reksturs skóla, heilsugæslu, íþróttamannvirkja og heilsutengdrar starfsemi og hefur frá stofnun félagsins tekið virkan þátt í útrásarverkefnum, bæði sem ráðgjafi og fjárfestir, eftir því sem segir á vef fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×