Viðskipti innlent

Verðbólgan mælist 4,2 prósent og eykst milli mánaða

MYND/Róbert

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,32 prósent á milli ágústmánaðar og september og er verðbólga nú 4,2 prósent. Hún var 3,4 prósent í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að sumarútsölum sé nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 13,6 prósent. Það leiddi til hækkunar vísitölunnar um 0,54 prósent. Þá hafði hækkun á húsnæðisverði og bensíni og olíu einnig áhrif til hækkunar neysluverðsvísitölunnar.

Sem fyrr segir er verðbólga síðustu tólf mánaða 4,2 prósent en ef horft er til síðustu þriggja mánaða hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent sem jafngildir 6,5 prósenta verðbólgu á ári.

Greiningardeildir bankanna höfðu allar spáð hækkun á vísitölu neysluverðs. Kaupþing spáði 4,2 prósenta verðbólgu, Glitnir 4,1 og Landsbankinn 4,3 prósenta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×