Íslendingar kaupa hótelkeðju með D’Angleterre innanborðs 12. september 2007 12:00 Gísli Þór Reynisson og félagar hans í Nordic Partners hafa keypt hið sögufræga Hotel D'Angleterre. SAMSETT MYND Íslenska félagið Nordic Partners hefur fest kaup á dönsku hótelkeðjunni Remmen Hotels. Hemildir Vísis herma að kaupverðið sé einhvers staðar á bilinu 15 til 20 milljarðar íslenskra króna. Aðalhótelið í keðjunni er hið sögufræga Hotel D'Angleterre sem er einn af gimsteinum Kaupmannahafnarbúa. Auk þess eru hótelin Front og Hotel Kong Fredrik í keðjunni ásamt veitingastaðnum Copenhagen Corner við Ráðhústorgið. Samkvæmt heimildum Vísis hafa samningaviðræður staðið í marga mánuði en seljendurnir eru roskin dönsk hjón. Búast má við því að Danir verði ekki allt of hrifnir af því að missa hótel eins og D'Angleterre í íslenska eigu en það hefur fyrir löngu unnið sér sess í hjörtum Dana líkt og Magasin Du Nord sem Baugur keypti árið 2004. Slíkt er mikilvægi hótelsins að jólin eru ekki komin í Kaupmannahöfn fyrr en búið að er að kveikja á jólaseríum á hótelinu. Það er kannski frægast á Íslandi fyrir að vera hótelið sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, gisti á ásamt fylgdarliði fyrir landsleik Dana og Íslendinga haustið 2001. Nordic Partners hefur vaxið gífurlega undanfarin ár aðallega í fasteignum og matvælaframleiðslu. Stærsti eigandinn er Gísli Þór Reynisson. Hann var í 15. sæti yfir ríkustu menn Íslands í úttekt tímaritsins Sirkus í sumar með eignir metnar upp á 35 milljarða. Umsvif félagsins eru mest í Eystrasaltslöndunum, aðallega í Lettlandi. Ekki náðist í Gísla Þór við vinnslu fréttarinnar. Hotel D'Angleterre er eitt sögurfrægasta hótel Danmerkur og þótt víðar væri leitað. Það er fimm stjörnu hótel sem hefur skipað sér fastan sess á meðal Kaupmannahafnarbúa í gegnum 250 ára sögu sína.MYND/HARIFront er nýtískulegt hótel á hafnarsvæðinu við Konungshöllina sem leggur áherslu á að ná til unga fólksins.MYND/HARIHotel Kong Frederik er staðsett á besta stað í Kaupmannahöfn nálægt Strikinu og Tívolínu. Hótelið á sér langa og farsæla sögu sem nær allt aftur á 14. öld.MYND/HARICopenhagen Corner er einn vinsælasti veitingastaður Kaupmannahafnar og hafa margir Íslendingar snætt þar á ferðum sínum í borginni. Staðurinn er á besta stað, við sjálft Ráðhústorgið.MYND/HARI Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Íslenska félagið Nordic Partners hefur fest kaup á dönsku hótelkeðjunni Remmen Hotels. Hemildir Vísis herma að kaupverðið sé einhvers staðar á bilinu 15 til 20 milljarðar íslenskra króna. Aðalhótelið í keðjunni er hið sögufræga Hotel D'Angleterre sem er einn af gimsteinum Kaupmannahafnarbúa. Auk þess eru hótelin Front og Hotel Kong Fredrik í keðjunni ásamt veitingastaðnum Copenhagen Corner við Ráðhústorgið. Samkvæmt heimildum Vísis hafa samningaviðræður staðið í marga mánuði en seljendurnir eru roskin dönsk hjón. Búast má við því að Danir verði ekki allt of hrifnir af því að missa hótel eins og D'Angleterre í íslenska eigu en það hefur fyrir löngu unnið sér sess í hjörtum Dana líkt og Magasin Du Nord sem Baugur keypti árið 2004. Slíkt er mikilvægi hótelsins að jólin eru ekki komin í Kaupmannahöfn fyrr en búið að er að kveikja á jólaseríum á hótelinu. Það er kannski frægast á Íslandi fyrir að vera hótelið sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, gisti á ásamt fylgdarliði fyrir landsleik Dana og Íslendinga haustið 2001. Nordic Partners hefur vaxið gífurlega undanfarin ár aðallega í fasteignum og matvælaframleiðslu. Stærsti eigandinn er Gísli Þór Reynisson. Hann var í 15. sæti yfir ríkustu menn Íslands í úttekt tímaritsins Sirkus í sumar með eignir metnar upp á 35 milljarða. Umsvif félagsins eru mest í Eystrasaltslöndunum, aðallega í Lettlandi. Ekki náðist í Gísla Þór við vinnslu fréttarinnar. Hotel D'Angleterre er eitt sögurfrægasta hótel Danmerkur og þótt víðar væri leitað. Það er fimm stjörnu hótel sem hefur skipað sér fastan sess á meðal Kaupmannahafnarbúa í gegnum 250 ára sögu sína.MYND/HARIFront er nýtískulegt hótel á hafnarsvæðinu við Konungshöllina sem leggur áherslu á að ná til unga fólksins.MYND/HARIHotel Kong Frederik er staðsett á besta stað í Kaupmannahöfn nálægt Strikinu og Tívolínu. Hótelið á sér langa og farsæla sögu sem nær allt aftur á 14. öld.MYND/HARICopenhagen Corner er einn vinsælasti veitingastaður Kaupmannahafnar og hafa margir Íslendingar snætt þar á ferðum sínum í borginni. Staðurinn er á besta stað, við sjálft Ráðhústorgið.MYND/HARI
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira