Viðskipti innlent

Verk og vit aftur á næsta ári

MYND/Valgarður

Ákveðið hefur verið að halda stórstýninguna Verk og vit aftur á næsta ári en hún var haldin í fyrsta sinn í mars 2006. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og orkumálum og er undirbúningur þegar í fullum gangi eftir því sem segi í tilkynningu frá aðstandendum.

Þar er enn fremur bent á að þróun hafi verið hröð í þessum greinum á sama tíma og mikil framkvæmdagleði ríki á Íslandi. Það eru AP sýningar, sem er í eigu AP almannatengsla, sem standa að Verki og viti í samstarfi við iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Landsbankann og Ístak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×