Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin hf hækkaði um 11,85%

Lárus Welding ætti að vera kampakátur í lok dags.
Lárus Welding ætti að vera kampakátur í lok dags. Mynd Daníel R.

Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni hf. hækkaði um 11,85% í dag. Glitnir Banki keypti tæplega fjörutíu prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni í morgun. Bréf í Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls, hækkuðu næstmest, eða um 3,43%. Marel hf. hækkaði um 3,31%. Atorka Group hf hækkaði um 3,20% og FL GROUP um 1,91%.

Mesta lækkun varð með hlutabréf í Straumi-Burðarás eða 0,74%. Exista hf. lækkaði um 0,59%. Þá lækkaði Icelandair Group hf um 0,54% og Össur hf lækkaði um 0,48%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×