Viðskipti innlent

Candover framlengir yfirtökutilboð í Stork

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur framlengt samþykkisfrest hluthafa í hollenska félaginu Stork vegna yfirtökutilboðs Candover í allt hlutafé Stork. Tilboð Candover-manna hljóðar upp á 1,5 milljarða evra og gildir framlengt tilboð til 18. september.

Fram kemur í tilkynningu frá Marel til Kauphallarinnar að LME eignarhaldsfélagið, sem Marel á hlut í, hafi þegar tryggt sér 43 prósent hlutafjár í Stork og hyggist ekki samþykkja yfirtökutilbð Candover.

Þar segir einnig LME hafi átt í viðræðum við dótturfélag Candover og Stork vegna málsins en að engin trygging sé fyrir því að niðurstaða náist í viðræðunum. Aðilar séu þó sammála um að halda viðræðum áfram til að ná niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir alla hagsmunaaðila. Auk Marels eiga Landsbankinn og Eyrir Invest hlut í LME






Fleiri fréttir

Sjá meira


×