Viðskipti innlent

Metmánuður hjá OMX í óróanum

MYND/Stefán

Nýliðinn ágústmánuður var metmánuður hjá norrænu OMX-kauphöllinni en Kauphöll Íslands heyrir undir hana. Eftir því sem fram kemur á danska viðskiptafréttavefnum Börsen urðu rúmlega 214 þúsund viðskipti að meðaltali á dag í OMX-kauphöllinni á ágúst.

Þá varð 9. ágúst annasamasti dagurinn frá upphafi kauphallarinnar en þann dag urðu rúmlega 371 þúsund viðskipti með hlutabréf. Juuka Ruuska, forstjóri OMX, telur að órói á mörkuðum í liðnum mánuði hafi haft mikið að segja um það hversu lífleg viðskiptin voru.

Þess má geta að síðast þegar metið í fjölda viðskipta var slegið, í febrúar síðastliðnum, tók markaðurinn einnig kröftuga dýfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×