Viðskipti innlent

FME í Svíþjóð rannsakar innherjaviðskipti í tengslum við slaginn um OMX

Sænska Fjármálaeftirlitið hefur fundið sannanir fyrir hugsanlegum ólöglegum innherjaviðskiptum með hlutabréf í norrænu kauphöllinni OMX. Þetta kom upp við rannsókn á hinni fjandsamlegu yfirtökutilraun kauphallarinnar í Dubai á OMX. Upplýsingarnar hafa verið sendar efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar að því er segir í blaðinu The Financial Times.

Samkvæmt Financial Times er lögreglan nú að rannsaka hlutabréfakaup sem einn af stærstu bönkum heims, HSBC, stóð að þann 9. ágúst s.l. en bankinn hefur verið ráðgjafi kauphallarinnar í Dubai við yfirtökutilraunina. Einn verður skoðað hverslags samband HSBC hafði við fleiri áhættusjóði sem einnig keyptu hluti í OMX.

Þann 9. ágúst gaf kauphöllin í Dubai út yfirlýsingu um að hún hefði eignast 4,9% af hlutaféinu í OMX og væri með samninga um kaup á frekari 23,5% hlut frá ýmsum áhættusjóðum.

Eins og fram hefur komið í fréttum stendur kauphöllin í Dubai nú í stríði við Nasdaq um OMX. Nasdaq hefur viljað sameinast OMX en kauphöllin í Dubai taka OMX yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×