Viðskipti innlent

Finnur græddi 400 milljónir á Icelandair

Finnur Ingólfsson kveður Icelandair með 400 milljónir í vasanum.
Finnur Ingólfsson kveður Icelandair með 400 milljónir í vasanum. MYND/PJETUR

Finnur Ingólfsson græddi 400 milljónir þegar hann seldi öll sín hlutabréf í Icelandair Group í verulega flóknum viðskiptum í dag. Finnur, sem hefur verið stjórnarformaður Icelandair Group, segir í samtali við Vísi að hann gangi svakalega sáttur frá borði. Hann ætlar að einbeita sér að öðrum spennandi verkefnum sem bíða hans.

Finnur seldi 15,49% hlut sinn í dag á 4,88 milljarða. Meðaltalsgengi viðskiptanna var 31,52. Hann keypti sjálfur 7,9% hlut í félaginu við skráningu á síðasta ári á genginu 27. Í dag keypti hann síðan tæplega 7,6% hlut á genginu 31. Þannig má reikna út að Finnur labbar burtu með rétt tæplega 400 milljónir króna í gróða og kveður sáttur.

"Ég er svakalega sáttur enda varla annað hægt," segir Finnur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að setjast í helgan stein og sinna aðaláhugamáli sínu, hestamennskunni, sagði Finnur svo ekki vera.

"Ég ætla að einbeita mér að öðrum verkefnum sem bíða," segir Finnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×