Viðskipti innlent

Nærri 13 milljarða króna viðsnúningur hjá Orkuveitunni

MYND/Heiða

Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 8,2 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta þýðir að um 13 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri félagsins sem tapaði 4,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að tekjur á fyrri helmingi ársins hafi verið um 10,4 milljarðar króna en voru um tveimur milljörðum minni í fyrra.

Heildareignir þann 30. júní 2007 voru tæplega 150 milljarðar og höfðu aukist um tíu milljarða frá því um áramót. Heildarskuldir voru hins vegar 72 milljarðar og höfðu aukist um tvo milljarða frá áramótum. Gengishagnaður Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum nam nærri 7,7 milljörðum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×