Viðskipti erlent

Nokia og Microsoft í sæng saman

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Hægt verður að nota Messenger í Nokia símanum sínum.
Hægt verður að nota Messenger í Nokia símanum sínum.

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í vikunni um nýjan samning við Microsoft. Samningurinn er um innleiðingu á hugbúnaði frá Microsoft í símtæki Nokia.

Frá því í gær gátu eigendur ákveðinna Nokia síma í ellefu löndum náð sér í Windows Live hugbúnað. Pakkinn inniheldur aðgang að Windows Live Hotmail, Messenger, LIve Contacts og Live Spaces.

Til að byrja með verður þjónustan aðeins í boði fyrir eigendur Nokia síma í þessum ellefu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. En samkvæmt heimasíðu Nokia mun nýjum löndum verða bætt við þegar fram dregur. Þjónustan mun fyrst um sinn vera ókeypis, en á sumum mörkuðum mun í framtíðinni vera tekið mánaðarlegt gjald fyrir hana.

Hægt er að sjá símtækin og löndin sem þjónustan er virk á heimasíðu Nokia.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,93
19
3.068
EIM
1,48
1
959
SJOVA
0,72
3
4.569
TM
0,7
2
18.879
FESTI
0,69
4
153.075

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,58
1
10.260
REITIR
-0,97
2
5.334
HAGA
-0,6
10
119.634
ARION
-0,56
4
43.352
ICESEA
-0,35
3
64.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.