Formúla 1

Raikkönen á sigurbraut

Raikkönen hefur nú unnið tvær keppnir í röð, en næsta keppni fer fram í Þýskalandi eftir hálfan mánuð
Raikkönen hefur nú unnið tvær keppnir í röð, en næsta keppni fer fram í Þýskalandi eftir hálfan mánuð AFP

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann í dag sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Silverstone kappakstrinum á Englandi. Hann gerði þar með út um vonir hins unga Lewis Hamilton um að landa sigri á heimavelli í sinni fyrstu keppni þar.

Raikkönen var annar í rásröðinni í dag en var í algjörum sérflokki eftir að hann náði fyrsta sætinu eftir fyrstu þjónustuhlé. Fernando Alonso hjá McLaren varð annar og Hamilton þriðji. Þetta var þriðji sigur Raikkönen á keppnistímabilinu, en hann vann líka fyrstu keppnina í vor.

Lewis Hamilton hefur þó enn 12 stiga forskot í keppni ökuþóra til heimsmeistara, en sigur Finnans skilar honum í þriðja sæti í keppni ökuþóra - stigi á undan félaga sínum Felipe Massa - en hann er þó enn 18 stigum á eftir Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×