Innlent

Kviknaði í húsbíl í Grafarholti

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. MYND/GÞS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan fimm í dag eftir að eldur kviknaði í húsbíl í Grafarholtinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu var bíllinn mannlaus og eldurinn ekki mikill.

Þá var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins rétt fyrir klukkan þrjú í dag eftir að menn sem voru að vinna við að endurgera hús á Skothúsveginum fundu mikla ammoníakslykt.

Að sögn slökkviliðsins voru mennirnir að vinna í skorsteini hússins þegar upp gaus mikil ammoníakslykt. Slökkviliðsmenn ræstu húsið en ekkert ammoníak fannst og ekki er vitað hvað olli lyktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×