Innlent

Þorsteinn Ingi Sigfússon verður forstjóri Nýsköpunarmistöðvar Íslands

MYND/Pjetur

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, hefur verið ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Þorsteinn mun hefja störf strax í næstu viku en stofnunin tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast.

Þorsteinn Ingi Sigfússon er 53 ára fæddur í Vestmannaeyjum 4. júní 1954. Hann lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Cambridge háskóla árið 1983 og hefur áratuga reynslu af tæknirannsóknum og nýsköpunarstörfum.

Fram kemur í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins að Þorsteinn muni koma til starfa í næstu viku og vinna að undirbúningi og stefnumótun fyrir hina nýju stofnun ásamt starfsmönnum Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×