Innlent

Tilkynnt um reyk á Laugavegi

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. MYND/GÞS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálf áttaleytið í kvöld eftir að tilkynning barst um reyk í lyftugöngum í húsi við Laugaveg 120.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var það öryggisvörður sem tilkynnti slökkviliðinu um reykinn. Hafði lyftumótor í húsinu ofhitnað og byrjað að gefa frá sér reyk og hita og sett þannig skynjara í gang.

Talið er að bilun í tölvubúnaði mótorsins hafi valdið því að hann ofhitnaði. Slökkviliðsmenn voru fljótir að kæla mótorinn en enginn eldur hafði kviknað út frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×