Innlent

Þrú ár í fangelsi og milljón í miskabætur fyrir nauðgun

22 ára karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Hæstarétti til þriggja ára fangelsi fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað ólögráða stúlku til samræðis við sig. Auk fangelsisvistarinnar var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna i miskabætur.

Nauðgunin átti sér stað á heimili Edwards í september 2005. Stúlkan var gestur á heimili hans þegar hann læsti hana inni í herbergi og nauðgaði henni. Ákærði neitaði allri sök í málinu en á það féllst Hæstiréttur ekki. Áður hafði dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur fallið á sama veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×