Innlent

Vatnajokull.is á kínversku

Ferðamálafrömuðurinn Guðbrandur Jóhannsson sem á og rekur fyrirtækið Vatnajökul Travel hefur látið þýða heimasíðu sína vatnajokull.is á kínversku. Ekki er algengt að íslenskir vefir séu þýddir á það mál, en Guðbrandur segir að þetta sé gert vegna vaxandi áhuga Kínverja á landinu og þá sérstaklega á S-Austur horninu.

Því hafi hann ákveðið að koma til móts við væntanlega viðskiptavini sína með miðlun á efni á þeirra móðurmáli. Eftir því sem best er vitað er enginn annar ferðaþjónustvefur í A-Skaft með kínversku sem val á tungumáli til lestrar.

Sjá greinina á horn.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×