Innlent

Jól og páskar hjá sjómönnum

Sjómenn segja að nú séu jól og páskar í senn því bæði kolmunni og norsk-íslensk síld eru gengin inn í fiskveiðilögsöguna í veiðanlegu magni.

Fimm stór fjölveiðiskip eru nú byrjuð veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum í íslensku lögsögunni austur af landinu. Tvö eru þegar búin að landa. Síldveiðiskipin eru nú noðraustur af landinu.

Kolmunninn er líka að ganga inn í íslensku lögsöguna suðaustur af landinu þar sem nokkur fjölveiðiskip eru líka að veiðum. Nú er komin upp sú óvenjulega staða að skipstjórnarmenn geta valið hvort þeir ætla að veiða síld eða kolmunna í íslensku lögsögunni, allt eftir því hvor stofninn er veiðanlegur hverju sinni þegar haldið er úr höfn því síldin og kolmunninn eru veidd í samskonar veiðarfæri.

Kolmunninn fer allur í bræðslu en síldin er ýmist brædd eða fryst til manneldis. Gott verð hefur fengist fyrir mjöl og lýsi úr bræðslufiski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×