Innlent

Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku

Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá mun lögregla enn leita að pari, karli og konu, sem lokkuðu mann inn í húsasund aðfararnótt sunnudags og rændu hann og börðu.

Unga manninum sem framdi rán í 10-11 verslun á sunnudagsmorgun hefur einnig verið sleppt úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×