Innlent

Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka

Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði.

Tvö portúgölsk dagblöð hafa skýrt frá því að um það bil hundrað Portúgalar, sem þar vinna, þurfi að standa í vatni upp að hjám, þurfi að vinna 14 klukkustundir á dag, loftmengun sé í göngunum og matur afleitur. Auk þess fái þeir lægri laun en aðrir. Viðmælandi blaðanna líkir ástandinu við þrælahald.

Helga Lára vill ekki tjá sig nánar um málið en það, að hún sé í sambandi við sendiherra Portúgals á Íslandi, sem búsettur er í Noregi, og að hún muni væntanlega fara austur á Kárahnjúka til að kanna málið til hlítar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×