Handbolti

Óbreytt staða á toppnum í þýska handboltanum

Logi Geirsson á vítalínunni
Logi Geirsson á vítalínunni NordicPhotos/GettyImages

Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Efstu liðin tvö Kiel og Hamburg unnu leiki sína og sem fyrr voru íslensku leikmennirnir áberandi í umferð dagsins.

Topplið Kiel rótburstaði Wilhelmshavener 40-20 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavener. Hamburg lagði Melsungen 38-32 og er í öðru sæti deildarinnar með 48 stig líkt og Kiel. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig og Gummersbach er með 42 stig í fjórða - líkt og Nordhorn sem er í fimmta sætinu. Flensburg getur komist í fjórða sætið ef liðið vinnur Dusseldorf á morgun.

Íslendingalið Lemgo vann góðan sigur á Kronau Östringen 32-31 þar sem Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo og Ásgeir Örn Hallgrímsson 3. Grosswallstadt lagði Minden á útivelli 32-25 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson 2, en Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir gestina. Þá vann Balingen sigur á Wetzlar 33-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×