Handbolti

Kallið kom á óvart

Hannes Jón Jónsson, leikmaður Elverum í Noregi, hefur verðið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem leikur á fjögurra liða móti í París um páskana. Hann kemur í staðin fyrir Markús Mána Michaelsson Maute úr Val sem gefur ekki kost á sér vegna anna í námi og vinnu. Hannes sagði í samtali við Vísi að kallið hafi komið honum á óvart.

Hann hefur verið að leika einstaklega vel í Noregi að undanförnu og er á meðal markahæstu manna deildarinnar þrátt fyrir að hafa leikið aðeins tíu leiki í deildinni.

Nú er deildarkeppninni lokið í Noregi. Það er ekki síst Hannesi að þakka að Elverum hefur tryggt sér þátttöku í átta liða úrslitum sem hefjast eftir páska.

Hannes sagði í samtali við Vísi að kallið hafi komið honum á óvart. Hann er klár í slaginn og hlakkar mikið til að spreyta sig með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×