Handbolti

Kiel og Portland mætast í beinni á Sýn

Frá leik Kiel og Flensburg í þýska handboltanum.
Frá leik Kiel og Flensburg í þýska handboltanum. MYND/Getty Images
Um helgina ræðst hvaða lið spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta. Þýska liðið Kiel og spænska liðið Portland San Antonio mætast í Þýskalandi klukkan 17 í dag og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.

Fyrri leikurinn var á Spáni um síðustu helgi og þá vann Portland með tveggja marka mun, 30-28. Slóveninn Renato Vugrinic var markahæstur hjá Kiel, skoraði 8 mörk en landi hans Vid Kavticnik var atkvæðamestur hjá Portland og skoraði 7 mörk.

Í hinum leiknum eigast við Flensburg og Valladolid. Flensburg vann heimaleikinn 32-30 en seinni leikurinn verður á sunnudag á Spáni.

Makedóníumaðurinn Kirel Lazarov hjá Vezprem er langmarkahæstur í Meistaradeildinni með 82 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson er í 4. sæti með 64 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×