Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari 18. mars 2007 13:48 Kimi Raikkönen byrjar feril sinn hjá Ferrari mjög vel NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton. Formúla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton.
Formúla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira