Golf

Stenson og Ogilvy mætast í úrslitum

Geoff Ogilvy hefur verið að spila vel í Arizona um helgina.
Geoff Ogilvy hefur verið að spila vel í Arizona um helgina. MYND/Getty

Það verða Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Geoff Ogilvy sem mætast úrslitum heimsmeistaramótsins í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum. Stenson vann sannfærandi sigur á Trevor Immelmann frá Suður-Afríku í undanúrslitum en Ogilvy, sem á titil að verja á mótinu, bar sigurorð af Bandaríkjamanninnum Chad Campbell.

Sýnt verður beint frá úrslitum mótsins á Sýn í kvöld kl. 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×