Lífið

Flís og Steintryggur í Kartöflugeymslunni

Á meðal þess sem í boði er á Vetrarhátíð í Reykjavík í dag eru tónleikar í gömlu kartöflugeymslunni í Ártúnsbrekku.

Þar munu troða upp Flís Tríó ásamt Steintryggi. Kartöflugeymslunar hafa gengið í endurnýjun lífdaga og er húsnæðið orðið allt hið glæsilegasta. Tríóið Flís er skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Helga Svavari Helgasyini og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni og vöktu þeir mikla athygli á síðasta ári með samstarfsverkefni sínu og Bogomils Font er þeir gáfu út plötuna Bananalýðveldið. Það eru svo trommusnillingarnir Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson sem skipa Steintrygg. Tónleikarnir hefjast klukkan átta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.