Lífið

Britney aftur úr meðferð, Kevin vill forræði

Britney Spears á tískuvikunni í New York þann 2. febrúar
Britney Spears á tískuvikunni í New York þann 2. febrúar MYND/Getty Images

Britney Spears virðist eiga erfitt með að halda á spöðunum þessa dagana. Eftir taumlaust líferni síðustu vikna, sem endaði með því að hún rakaði hárið af höfði sér, skráði Britney sig í meðferð. Nú er hún búin að skrá sig út, eftir aðeins einn sólarhring samkvæmt heimildum Reuters. Er þetta í annað sinn á einni viku sem hún fer á meðferðarstofnun í þetta stuttan tíma.

Fyrrum eiginmaður Britneyar, Kevin Federline, er sagður hafa óskað eftir neyðarréttarhöldum sem fyrst til að dæma um forræði yfir sonum þeirra tveggja, hinum árs gamla Sean Preston og fimm mánaða Jayden James. Þau Britney og Kevin hafa nú sameiginlegt forræði en Kevin vill fá fullt forræði yfir drengjunum tveimur.

Frétt Vísis.is frá í gær um meðferðarinnlögn Britneyar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.