Lífið

Hugh Grant og Jemima hætt saman

Hugh Grant og kærasta hans til þriggja ára, Jemima Kahn, eru hætt að vera saman. Grant er líklega frægastur fyrir mynd sína Fjögur brúðkaup og jarðarför, og svo náttúrlega að leita eftir kynlífi við svarta vændiskonu í Hollywood árið 1995. Það batt enda á samband hans við fyrirsætuna Elizabeth Hurley.

Jemima Kahn er dóttir milljarðamæringsins Sir James Goldsmith og þau Hugh byrjuðu að vera saman eftir að hún skildi við eiginmann sinn pakistanska krikketleikarann Imran Khan. Hann hefur síðan snúið sér að stjórnmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.