Golf

Furyk og Mickelson með forystu

Jim Furyk spilað mjög vel á lokasprettinum í gærkvöldi.
Jim Furyk spilað mjög vel á lokasprettinum í gærkvöldi.

Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum.

Furyk átti frábæran endasprett í gær sem kom honum í toppbaráttuna við hlið Michelson en hann náði þremur fuglum á síðustu fjórum holunum. Kevin Sutherland og John Mallinger, báðir frá Bandaríkjunum, koma í næstu sætum á níu höggum undir pari.

"Þetta verður spenna allt til enda, býst ég við. Furyk er mikill keppnismaður og það er ekki auðvelt að hrista hann af sér," sagði Michelson við fréttamenn eftir að keppni lauk í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×