Lífið

Bond í vandræðum með að leggja

Næsta skref gæti verið að fjárfesta í stórum bílskúr.
Næsta skref gæti verið að fjárfesta í stórum bílskúr.

Kvikmyndaleikarinn Daniel Craig veldur nú kætingi í Hollywood - með tilraunum sínum til að leggja nýjum bíl almennilega. Breska dagblaðið The Sun segir að James Bond stjarnan hafi keypt einn stærsta jeppa á götum Los Angeles og nágrannar leikarans segja hann vera í vandræðum með að leggja 2,5 tonna Cadillac Escalade bifreiðinni við gangstéttarbrúnina.

Einn þeirra sagðist hafa keyrt þrisvar sinnum framhjá bílnum þar sem honum var lagt einkennilega, hálfur- eða að hluta uppi á gangstéttinni.

Málið er orðið eitt aðal umræðuefnið í Hollywood. Það orðspor fer af leikaranum að hann sé alvöru hasarhetja; "En svo baslar hann endalaust við að leggja bílnum," sagði nágranninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.