Handbolti

Enginn ljós punktur í þessu

Snorri Steinn er ekki vanur að fara í kring um hlutina
Snorri Steinn er ekki vanur að fara í kring um hlutina AP

Maður leiksins í kvöld, Snorri Steinn Guðjónsson, var ekkert að fegra hlutina frekar en hann er vanur í samtali við Rúv eftir leikinn í kvöld. Snorri sagði enga ljósa punkta í svona tapi og sagði að varnarleikurinn hefði orðið liðinu að falli. "Mér er alveg sama hvort ég skora 25 mörk eða 15 - ef við töpum skiptir það engu máli," sagði Snorri.

"Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu tapi. Við töpum þessu á síðustu sekúndunum í framlengingu og skjótum í stöngina í lokin - óheppnin getur ekki verið meiri. Það var gríðarlega sárt að tapa þessu eftir að hafa verið svona nálægt þessu," sagði Snorri og viðurkenndi að vörn íslenska liðsins hafi ekki verið nógu góð.

"Við vorum að hleypa skyttunum þeirra hvað eftir annað í auðveld skot og vörnin var bara ekki nægilega góð í dag. Markverðirnir eiga auðvitað erfitt uppdráttar ef vörnin kemur ekki og vörnin varð okkur að falli í dag," sagði Snorri og vildi lítið gera úr stórkostlegum leik sínum.

"Það er bara enginn ljós punktur í þessu úr því við töpum þessum leik í átta liða úrslitum, því við vildum fara í undanúrslitin á HM. Mér er alveg sama hvort ég skora 25 mörk eða 15 mörk - það skiptir engu málil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×