Lífið

Beckham góður í þögulli kvikmynd

David Beckham
David Beckham MYND/AP

Sú saga gengur fjöllunum hærra að bæði Beckham hjónin muni leika í kvikmyndum, eftir að þau flytja til Los Angeles. Talsmaður boltahetjunnar hefur raunar sagt að ekkert slíkt sé til skoðunar. Sem kvikmyndaleikari hefði David Beckham náttúrlega útlitið með sér, en skræk og röddin gerir ekkert fyrir hann.

Stórleikkonan Helen Mirren var spurð álits, og svaraði kurteislega, eins og hennar var von og vísa. Hún sagði að Beckham væri einn af fallegustu karlmönnum í heiminum. Ef hann fengi hlutverk þar sem hann þyrfti ekki að flytja langar ræður, gæti það vel gengið upp. Kannski væri best að hann fengi hlutverk í þögulli kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.