Viðskipti innlent

Glitnir gefur út skuldabréf í evrum fyrir 45 milljarða króna

MYND/Gunnar

Glitnir hefur samið um útgáfu skuldabréfa að upphæð 500 milljónir evra eða sem jafngildir 45 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru á föstum 4,375% vöxtum en gjalddagi þeirra er á árinu 2010.

Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sér fyrsta opinbera skuldabréfaútgáfa Glitnis í evrum frá því í júní 2005. Jafnframt sé þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki sækir fjármagn með þessum hætti á Evrópumarkað eftir þær sviptingar sem urðu á mörkuðum á fyrri hluta síðasta árs. Það eru ABN Ambro og Deutsche Bank sem sjá um útgáfuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×