Golf

Farsímabann á opna breska

NordicPhotos/GettyImages
Skipuleggjendur opna breska meistaramótsins í golfi hafa gefið það út að áhorfendum verði bannað að koma með gsm síma á keppnina á þessu ári eftir að keppendur kvörtuðu mikið undan þeim á mótinu á síðasta ári. Toger Woods var einn þeirra sem kvartaði yfir því að áhorfendur væru að taka myndir af sér á meðan hann var að keppa og sagði það trufla sig.

Símar eru þegar bannaðir á öllum bandarísku stórmótunum sem og í Ryder keppninni og því eru þessi tíðindi í takt við þá þróun sem orðið hefur á golfvöllum undanfarin ár. Opna breska verður haldið á Carnoustie vellinum í Skotlandi í sumar en var haldið á Hoylake vellinum í fyrra. Mótið byrjar þann 19 júlí í sumar og þar mun Tiger Woods reyna að verða fyrsti nútímakylfingurinn til að vinna mótið þrisvar í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×