Viðskipti innlent

Gefin hafa verið út krónubréf fyrir 320 milljarða

Krónubréf fyrir um 170 milljarða koma á gjalddaga á þessu ári.
Krónubréf fyrir um 170 milljarða koma á gjalddaga á þessu ári. MYND/Gunnar

Þýski landbúnaðarsjóðurinn, KfW, gaf í dag út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 3 milljarða króna. Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir rúmlega 320 milljarða króna frá því í september 2005. Frá þessu er greint í Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Þýski landbúnaðarsjóðurinn hefur alls gefið út svokölluð krónubréf fyrir 86 milljarða króna og er því stærsti útgefandi þeirra. Krónubréf fyrir um 170 milljarða koma á gjalddaga á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×