Bjartsýnin hættulega mikil fyrir leikinn gegn Íslendingum 30. janúar 2007 12:43 AP Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum. RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitum Ríkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum. RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitum Ríkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira