Stjörnuleikur FIBA í beinni á netinu annað kvöld

Árlegur Stjörnuleikur í Evrópukörfuboltanum fer fram í Lemesos á Kýpur annað kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu evrópska körfuknattleikssambandsins www.fibaeurope.com. Nokkrir áhugaverðir leikmenn verða þar á meðal keppenda og má þar nefna danska landsliðsmanninn Christian Drejer og Marc Gasol, bróðir Pau Gasol sem spilar í NBA deildinni.