Körfubolti

Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jelena Todorovic fær stórt tækifæri í Brasiliu og skrifar um leið nýjan kafla í söguna.
Jelena Todorovic fær stórt tækifæri í Brasiliu og skrifar um leið nýjan kafla í söguna. @fortalezabasquetecearense

Jelena Todorovic er að skrifa nýjan kafla í sögu karlakörfuboltans í Brasilíu og vekur um leið heimsathygli.

Hin 31 árs gamla Todorovic er serbneskur Ástrali. Hún er að taka við sem þjálfari karlaliðs Basquete Cearense.

Með því verður hún fyrsta konan til að þjálfa atvinnumannalið karla í Brasilíu.

Todorovic hefur undanfarið starfað sem rekstrarstjóri hjá stjórn aðalþjálfara í Euroleague deildinni sem er Meistaradeild körfuboltans.

Það er ekki nóg með að hún sé fyrsta konan til að þjálfa karlalið heldur er hún einnig næstyngsti þjálfarinn í sögunni.

Todorovic hefur þjálfarareynslu frá bæði Fenerbache í Tyrklandi og gríska landsliðinu.

Hún hefur einnig starfað sem tækniþjálfari hjá frábærum leikmönnum eins og Giannis Antetokounmpo, Patty Mills, Josh Giddey og Nick Calathes.

„Ef mitt ferðalag sannfærir eina unga stúlku um að draumur hennar sé möguleiki þá hef ég þegar unnið,“ sagði Todorovic.

@nbb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×