Miðborgin til spari 7. júlí 2007 06:00 Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun