Viljum alls ekki missa Valdimar 17. júlí 2007 01:00 Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira