Handbolti

Birkir Ívar: Hissa á áhugaleysi leikmanna

mynd/pjetur

Birkir Ívar Guðmundsson markvörður var hundfúll með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld þegar það lá fyrir Rússum á HM í handbolta.

"Ég er mjög hissa á virkilegu áhugaleysi manna fyrir þessum leik í dag og skítt hvað náðist aldrei upp stemming og hvað menn voru aldrei að berjast 100% í leiknum. Þegar svona er - þá bara töpum við," sagði Birkir Ívar í samtali við Arnar Björnsson. Birkir lék ágætlega í íslenska markinu og varði ein 15 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×