Meira um lagamenntun á Íslandi 23. júní 2007 06:00 Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, gerir athugasemd 16. júní við grein sem ég ritaði viku fyrr í tilefni af fyrstu útskrift nemenda með fullnaðarpróf í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í athugasemdum sínum segir Bryndís það koma „oftar en einu sinni fram“ í grein minni, að Háskólinn í Reykjavík hafi útskrifað fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ. Segir hún þetta hagræðingu á staðreyndum sem hún geti ekki setið undir þegjandi. Því er til að svara að hér er um að ræða túlkun Bryndísar á greininni, enda kemur framangreind staðhæfing þar ekki fram. Í grein minni, sem ætlað var að vekja athygli á þeim tímamótum sem urðu í lagakennslu á Íslandi þegar 43 nemendur útskrifuðust með meistarapróf í lögfræði frá HR 9. júní, hefði aftur á móti mátt gæta meiri nákvæmni þegar segir að HÍ hafi einn sinnt menntun lögfræðinga á Íslandi frá 1911 (Lagaskólinn frá 1908). Fráleitt var það ætlan mín að rýra hlut Háskólans á Bifröst, sem útskrifaði sína fyrstu lögfræðinga með fullnaðarpróf í fyrra. Það var merkur áfangi. „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan eins og fuglarnir. Orð eru villandi,“ sagði Jón Prímus. Samkeppni í lagakennslu hefur orðið til þess að efla lagamenntun í landinu og styrkja akademíska stöðu lögfræðinnar. Í grein minni segir um þetta: „Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru.“ Með tilvitnuðum orðum er vakin athygli á, að lagadeildirnar fjórar eiga hver sinn þátt í þessari þróun, þótt greinin að öðru leyti fjalli einkanlega um hlutverk HR og hin merku tímamót sem útskrift fyrstu meistaraprófsnemendanna þaðan vissulega er. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, gerir athugasemd 16. júní við grein sem ég ritaði viku fyrr í tilefni af fyrstu útskrift nemenda með fullnaðarpróf í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í athugasemdum sínum segir Bryndís það koma „oftar en einu sinni fram“ í grein minni, að Háskólinn í Reykjavík hafi útskrifað fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ. Segir hún þetta hagræðingu á staðreyndum sem hún geti ekki setið undir þegjandi. Því er til að svara að hér er um að ræða túlkun Bryndísar á greininni, enda kemur framangreind staðhæfing þar ekki fram. Í grein minni, sem ætlað var að vekja athygli á þeim tímamótum sem urðu í lagakennslu á Íslandi þegar 43 nemendur útskrifuðust með meistarapróf í lögfræði frá HR 9. júní, hefði aftur á móti mátt gæta meiri nákvæmni þegar segir að HÍ hafi einn sinnt menntun lögfræðinga á Íslandi frá 1911 (Lagaskólinn frá 1908). Fráleitt var það ætlan mín að rýra hlut Háskólans á Bifröst, sem útskrifaði sína fyrstu lögfræðinga með fullnaðarpróf í fyrra. Það var merkur áfangi. „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan eins og fuglarnir. Orð eru villandi,“ sagði Jón Prímus. Samkeppni í lagakennslu hefur orðið til þess að efla lagamenntun í landinu og styrkja akademíska stöðu lögfræðinnar. Í grein minni segir um þetta: „Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru.“ Með tilvitnuðum orðum er vakin athygli á, að lagadeildirnar fjórar eiga hver sinn þátt í þessari þróun, þótt greinin að öðru leyti fjalli einkanlega um hlutverk HR og hin merku tímamót sem útskrift fyrstu meistaraprófsnemendanna þaðan vissulega er. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar