Hagnaður á hlut dregst saman um fjórðung Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. október 2007 06:00 William Fall forstjóri straums-burðaráss Uppgjör Straums-Burðaráss var kynnt í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún í Reykjavík á morgunverðarfundi, laust fyrir klukkan níu í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hagnaður hluthafa Straums-Burðaráss nemur 1,8 milljónum evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. Meðalspá greiningardeilda bankanna gerði ráð fyrir hagnaði upp á 10,8 milljónir evra. Hagnaður á hlut í Straumi-Burðarási dregst saman um 26 prósent þegar bornir eru saman fyrstu níu mánuðir þessa árs og síðasta. Í fyrra nam hagnaðurinn 23 evrum á hlut, eða rétt tæpar 2.000 krónur. Eftir þriðja ársfjórðung í ár er hagnaður á hlut hins vegar kominn í 17 evrur á hlut, eða tæpar 1.500 krónur. Bankinn birti í gærmorgun uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Hagnaður hluthafa eftir skatta á þriðja ársfjórðungi er 1,8 milljónir evra, en var á sama tíma í fyrra 17 milljónir evra. Fyrstu níu mánuði ársins nemur hagnaður hluthafa eftir skatta 157 milljónum evra og dregst saman um 33,9 prósent frá því í fyrra þegar hann var 237,5 milljónir evra. Willam Fall, forstjóri Straums, bendir hins vegar á að um leið og rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi hafi endað í 32,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem raunar er 2,6 prósenta aukning frá árinu áður, hafi tap af verðbréfum numið 45 til 46 milljónum dala á fjórðungnum. „Í þessum árangri endurspeglast því breiðari tekjugrunnur félagsins,“ segir hann og telur að breytingar sem ráðist hefur verið í hjá bankanum hafi bætt mjög afkomu hans í erfiðu árferði sem einkennst hafi af óróa á fjármálamörkuðum. William Fall bendir á að Straumur hafi haldið áfram að auka vaxta- og þóknunartekjur og þær séu nú drifkrafturinn í starfsemi bankans. Þá hafi markvisst verið dregið úr áhættuskuldbindingum í hlutabréfum. Forstjóri Straums leggur áherslu á að áhætta bankans af undirmálslánum í Bandaríkjunum sé engin, þótt óbein áhrif megi merkja. Þannig hafi órói á fjármálamörkuðum seinkað verkefnum og samningum og af þeim sökum færist inn í lokaársfjórðung ársins tekjur sem bankinn hafi reiknað með á þeim þriðja. Að sama skapi segir hann að hraður tekjuvöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi líka tekið frá þeim þriðja. Afkoma Straums er nokkuð frá spám greiningardeilda bankanna, en þær gerðu ráð fyrir yfir 10 milljóna evra hagnaði til hluthafa í stað 1,8 milljóna. Nokkru munaði þó því Glitnir spáði 7 milljóna tapi, en Landsbankinn og Kaupþing, 9,7 og 14,5 milljóna evra hagnaði. Glitnir segir afkomuna þó „gróflega í takti við væntingar“ nema hvað hreinar vaxtatekjur hafi reynst miklu hærri en vænst var og þóknunartekjur langt undir væntingum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Hagnaður hluthafa Straums-Burðaráss nemur 1,8 milljónum evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. Meðalspá greiningardeilda bankanna gerði ráð fyrir hagnaði upp á 10,8 milljónir evra. Hagnaður á hlut í Straumi-Burðarási dregst saman um 26 prósent þegar bornir eru saman fyrstu níu mánuðir þessa árs og síðasta. Í fyrra nam hagnaðurinn 23 evrum á hlut, eða rétt tæpar 2.000 krónur. Eftir þriðja ársfjórðung í ár er hagnaður á hlut hins vegar kominn í 17 evrur á hlut, eða tæpar 1.500 krónur. Bankinn birti í gærmorgun uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Hagnaður hluthafa eftir skatta á þriðja ársfjórðungi er 1,8 milljónir evra, en var á sama tíma í fyrra 17 milljónir evra. Fyrstu níu mánuði ársins nemur hagnaður hluthafa eftir skatta 157 milljónum evra og dregst saman um 33,9 prósent frá því í fyrra þegar hann var 237,5 milljónir evra. Willam Fall, forstjóri Straums, bendir hins vegar á að um leið og rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi hafi endað í 32,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem raunar er 2,6 prósenta aukning frá árinu áður, hafi tap af verðbréfum numið 45 til 46 milljónum dala á fjórðungnum. „Í þessum árangri endurspeglast því breiðari tekjugrunnur félagsins,“ segir hann og telur að breytingar sem ráðist hefur verið í hjá bankanum hafi bætt mjög afkomu hans í erfiðu árferði sem einkennst hafi af óróa á fjármálamörkuðum. William Fall bendir á að Straumur hafi haldið áfram að auka vaxta- og þóknunartekjur og þær séu nú drifkrafturinn í starfsemi bankans. Þá hafi markvisst verið dregið úr áhættuskuldbindingum í hlutabréfum. Forstjóri Straums leggur áherslu á að áhætta bankans af undirmálslánum í Bandaríkjunum sé engin, þótt óbein áhrif megi merkja. Þannig hafi órói á fjármálamörkuðum seinkað verkefnum og samningum og af þeim sökum færist inn í lokaársfjórðung ársins tekjur sem bankinn hafi reiknað með á þeim þriðja. Að sama skapi segir hann að hraður tekjuvöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi líka tekið frá þeim þriðja. Afkoma Straums er nokkuð frá spám greiningardeilda bankanna, en þær gerðu ráð fyrir yfir 10 milljóna evra hagnaði til hluthafa í stað 1,8 milljóna. Nokkru munaði þó því Glitnir spáði 7 milljóna tapi, en Landsbankinn og Kaupþing, 9,7 og 14,5 milljóna evra hagnaði. Glitnir segir afkomuna þó „gróflega í takti við væntingar“ nema hvað hreinar vaxtatekjur hafi reynst miklu hærri en vænst var og þóknunartekjur langt undir væntingum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent