Viðskipti innlent

Guðmundur fær kaupréttarsamning hjá Eimskip

Eimskipafélag Íslands hefur í dag gert kaupréttarsamning við Guðmund Davíðsson, forstjóra Eimskips á Íslandi. Samningurinn veittir kauprétt að 1.000.000 hluta á ári til þriggja ára.

Í tilkynningu til kauphallarinar um samninginn segir að markmið Eimskips með kaupréttarsamningum er að hvetja stjórnendur og samtvinna hagsmuni þeirra og hluthafa enn frekar.

Fleiri starfsmenn fengu kaupréttarsamninga sem veita þeim rétt til kaupa á hlutum í Hf. Eimskipafélagi Íslands á genginu 38,3 krónur á hlut, 15. janúar ár hvert, næstu þrjú árin (2008-2010). Kaupgengið í dag nam 36,55 kr..

Engir söluréttir eru til staðar eða fjármögnun tengd þeim. Skilyrði fyrir innlausn er að viðkomandi sé í starfi hjá Eimskip á innlausnardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×