Viðskipti innlent

Danske Bank varar við íslensku krónunni

Danske Bank stærsti banki Danmerkur varar nú gjaldeyrirskaupmenn við að fjárfesta í íslensku krónunni þar sem óttast er að gengi hennar falli niður á það stig sem það náði lægst í fyrra.

Þetta kemur í kjölfar þess að Standard og Poors hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar, vegna ójafnvægis í hagkerfinu.

Samkvæmt greiningardeild Danske Bank munu væntingar um fallandi gengi krónunnar væntanlega leiða til enn einnar stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans.

Lækkun á verðildi fyrirtækja í Kauphöllinni um tæp 18 prósent síðan í júlí í sumar svarar til þess að verðgildi fyrirtækjanna hafi rýrnað um 612 milljarða króna, sem er álíka upphæð og öll útgjöld íslenska ríkisins í eitt og hlft ár






Fleiri fréttir

Sjá meira


×