Viðskipti innlent

Sigurður Einarsson í stjórn Storebrand

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, hyggst taka sæti í stjórn norska tryggingafélagsins Storebrand um næstu áramót. Kaupþing á fimmtungshlut í félaginu og þar að auki á Exista rúmlega fimm prósenta hlut, en Exista er jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþingi.

Fram kemur á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter að Íslendingar séu að herða tök sín á norrænum fjármálamarkaði og þar sé að vænta aukinnar samþættingar.

Inni í það fléttist finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á nærri 20 prósenta hlut í. Exista geti með því haft áhrif á fjárfestingarstefnu Sampo sem meðal annars eigi sjö prósent í stærsta banka Norðurlanda, sænska bankanum Nordea. Sænska ríkið stefnir að því að selja um fimmtungshlut sinn í Nordea á næstunni og er talið að Sampo gæti tekið þátt í kaupunum á þeim hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×