Viðskipti innlent

365 hefur lækkað mest í dag

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Það sem af er degi hafa átta félög lækkað í Kauphöllinni og sjö hækkað. Langmesta lækkunin er hjá 365 ehf, 7,94 prósent. FL FL Group hefur lækkað um 3,75 prósent og Teymi um 2,30 prósent.

Gengi bréfa í SPRON hefur hækkað mest eða um 2,51 prósent. Þá hefur gengi í Marel og Exista hækkað, um 1,56 og 1,53 prósent það sem af er degi.

Úrvalsvísitalan hefur nánast staðið í stað en hún hefur lækkað um 0,07 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×