Viðskipti innlent

Hluthafafundur hjá FL Group 14. desember

Jón Ásgeir Jóhannesson verður nær örugglega endurkjörinn stjórnarformaður FL Group á hluthafafundi 14. desember næstkomandi.
Jón Ásgeir Jóhannesson verður nær örugglega endurkjörinn stjórnarformaður FL Group á hluthafafundi 14. desember næstkomandi.

FL Group gaf frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem fram kom að hluthafafundur félagsins verður haldin 14. desember næstkomandi. Þar verður væntanlega nýleg hlutafjáraukning upp á 64 milljarða samþykkt sem og ný stjórn kjörin.

Nær öruggt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs sem er langstærsti hluthafinn, verði áfram stjórnarformaður. Þá er ljóst Hannes Smárason kemur inn í stjórnina í stað föður síns Smára Sigurðssonar. Gnúpur, sem er þriðji stærsti hluthafi félagsins, hefur ekki átt mann í stjórn og sagði Þórður Már Jóhannesson, forstjóri félagsins, að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort Gnúður myndi sækjast eftir sæti í stjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×